Súrnun hafsins getur haft alvarleg áhrif á afkomu fiskistofna

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var af vísindamönnum við háskólann í Adelaideí Ástralíu benda til þess að súrnun hafsins geti haft alvarleg áhrif á vistkerfi sem síðar leiði til þess að fiskitegundum fækki. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar en þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hingað til hafa verið miðaðar að því að kanna áhrif á einstaka fiskistofna en ekki vistkerfin. Þá voru í rannsókninni könnuð áhrif veiða á viskerfi hafsins með tilliti til súrnunar en í ljós kom að veiðiálag á ákveðnum tegundum geti til lengri tíma litið haft talsverð áhrif á afkomu vistkerfa, en hægt sé að draga úr áhrifum með skynsamlegri nýtingu ákveðinna stofna.

Athugasemdir

athugasemdir