Svíar herða landamæragæslu

Svíar hafa hert landamæragæslu í landinu tímabundið og þurfa þeir sem ferðast til Svíþjóðar að framvísa gildum skilríkjum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að vegna þessara breytinga þurfi norrænir ríkisborgarar verða því að hafa við hönd gildandi vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini þar sem ríkisfang kemur fram. Þá segir í tilkynningunni að borgaraþjónusta ráðuneytisins vilji minna á að vegabréf séu einu gildu íslensku ferðaskilríkin, einnig innan Norðurlandanna. Íslenskir ríkisborgarar sem lenda í vanda á ferðum sínum erlendis geta haft samband beint við sendiráð, ræðisskrifstofur og ólaunaða ræðismenn auk ráðuneytisins sem er með vaktsíma allan sólarhringinn í síma 545-9900.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila