Svíar íhuga að taka upp vegabréfaeftirlit á ný

Eftir að sænska ríkisstjórnin ákvað að fella niður vegabréfaeftirlit við landamæri Danmerkur hefur fjöldi flóttamanna til Svíþjóða aukist til muna. Færri en 55 flóttamenn komu daglega til Svíþjóðar í apríl en s.l. mánudag þegar eftirliti var hætt skráðust 112 flóttamenn. Árið 2015 komu 163 þúsund flóttamenn til Svíþjóðar en einungis 29 þúsund í fyrra 2016 en þá var vegabréfaeftirlit í gildi. Rætt er um að taka upp vegabréfaeftirlit á nýjan leik ef fjöldinn heldur áfram að vaxa en það er í höndum ríkisstjórnarinnar sem enn sem komið er, segir að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur enn sem komið er.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila