Svíþjóð meðal þeirra ESB landa sem hafa fæsta lögreglumenn á hvern íbúa

Samkvæmt nýjum tölum Eurostat lendir Svíþjóð í 24. sæti af 28 löndum hvað snertir fjölda lögreglumanna á hverja 100 þúsund íbúa. Meðalfjöldi lögreglumanna innan ESB eru 318 lögreglumenn á 100 þúsund íbúa en Svíþjóð hefur aðeins 203 lögreglumenn.

Kýpur hefur flesta lögreglumenn eða 573 á 100 þúsund íbúa og Ungverjaland fæsta eða 90 lögreglumenn á 100 þúsund íbúa. Svíþjóð er númer 4 frá botninum á eftir Ungverjalandi, Finnlandi og Danmörku.

Lögreglumönnum innan ESB hefur fækkað um 3,4% síðan 2009 og voru um 1,6 milljónir talsins ár 2016.

Að vera glæpamaður í Svíþjóð borgar sig, þar sem lögreglan annar ekki störfum vegna manneklu og yfirfullra fangelsa. Fáir glæpamenn eru handteknir og dæmdir og óleysanleg morðmál hrannast upp.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila