Svíþjóðademókratar næst stærsti flokkur Svíþjóðar í nýrri skoðanakönnun

Sænska sjónvarpið birti nýja skoðanakönnun á fylgi flokkanna eftir að gamla ríkisstjórnin var endurreist. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi svo og tveir flokkar frá fyrri hægri blokk sem skiptu um fót og studdu Stefan Löfven sem forsætisráðherra. Svíþjóðademókratar auka fylgi og mælast núna með 21,2% og eru stærsti flokkur á eftir Sósíaldemókrötum sem lækka tæp 3% frá útkomu kosninganna. Vinstri bætir við sig 1,5% og Kristdemókratar 1,2%. Tveir flokkar, Frjálslyndir og Umhverfisflokkurinn myndu falla af þingi ef kosið væri í dag. Formaður Frjálslyndra, Jan Björklund sagði af sér formennsku í vikunni og nýr formaður verður kjörinn í haust. Þá sagði Mats Persson fulltrúi Frjálslyndra í efnahagsmálum einnig upp starfi sínu í mótmælaskyni vegna samninga flokksins við Stefan Löfven. Frjálslyndir eru komnir niður í 2,7% sem er töluvert undir þeim 4% sem stjórnmálaflokkar þurfa að fá til að komast á þing í Svíþjóð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila