Svíþjóðardemókratar sækja á í aðdraganda kosninga

Gústaf Skúlason.

Málefnastefna Svíþjóðardemókrata virðist höfða vel til margra sænskra kjósenda, en flokkurinn sækir á í nýjum skoðanakönnunum þar sem greint er frá fylgi sænskra stjórnmálaflokks. Gústaf Skúlason í Stokkhólmi var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í þættinum Heimsmálin í dag þar sem Gústaf greindi frá stöðu mála í aðdraganda kosninga. Gústaf segir að gott gengi Svíþjóðardemókrata megi rekja til þess að kjósendur séu orðnir langþreyttir á því ástandi sem ríkt hefur í landinu undanfarin ár, en eins og kunnugt er hefur glæpatíðni aukist til mikilla muna, og til að bæta gráu ofan á svart hafi ríkt þöggun af hálfu yfirvalda hverjir það eru sem stunda glæpi í landinu. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila