Synt um götur Istanbul

Óveður með úrhellisrigningu hefur gert íbúum Istanbul erfitt fyrir síðasta sólarhringinn en vegna þess vatnsmagns sem óveðrinu fylgdi hafa margar götur borgarinnar nánast verið ófærar sökum vatnselgs. Dæmi eru um að íbúar hafi lagst til sunds á götum borgarinnar þar sem ástandið er hvað verst í þeim tilgangi að forða sér af svæðinu, enda er ekki nema fyrir báta á þeim svæðum sem hafa orðið verst úti. Þá hafa bátar verið notaðir til þess að ferja fólk á milli staða. Ekki er ljóst hve mikið tjón hefur orðið vegna vatnsveðursins en þó er ljóst að það er umtalsvert.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila