Sýrlandsher flytur hergögn í öruggt skjól

Sýrlendingar hafa unnið að því síðasta sólarhring að flytja flugvélar og annan herbúnað frá bækistöðvum sínum yfir á ótilgreind svæði til að forða þeim frá eyðileggingu ef til loftárása kæmi. Donald Trump forseti Bandaríkjanna bíður hins vegar átekta og hefur falið undirmönnum sínum að kanna sannleiksgildi frásagna um meintar eiturefnaárása Sýlandshers. Assad forseti Sýrlands hefur ekki tjáð sig um þá spennu sem upp er komin vegna málsins en ljóst er að Sýrlandsher ætlar ekki að taka neina áhættu af mögulegum afleiðingum vegna stöðunnar. Bandarískir kafbátar sem vopnaðir eru flugskeytum eru sagðir í viðbragðsstöðu nærri Sýrlandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila