Tæland varar við ræningjum í Stokkhólmi

Sendiráð Tælands í Stokkhólmi sendir út viðvörun til landsmanna sinna vegna ræningja í Svíþjóð. Ástæðan er að fjöldi tælenskra ferðamanna hafa á skömmum tíma verið rændir af peningum, vegabréfum og bílasímum í Stokkhólmi. „Skiljið aldrei eftir farangur eða verðmæti úr augnsýn, þegar þið eruð í fríi í Svíþjóð“ segir á skilti á facebooksíðu sendiráðsins. Alexander Vonsensey hjá sendiráði Tælands segir að sendiráðið vilji vara landsmenn sína við eftir öldu rána á hótelum Stokkhólmsborgar. Sendiráðið hefur vart undan að gefa út vegabréf til bráðabirgða til óttasleginna ferðamanna sem hafa verið rændir.  „Í Asíu heldur maður að svona lagað gerist ekki í Svíþjóð. Kannski eru asíubúar auðveldari bráð. Þetta gefur Svíþjóð slæmt orðspor.“ Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila