Tæplega 80% félagsmanna Eflingar hlynntir verfalli

Tæplega 80% þeirra félagsmanna sem eru í Eflingu eru hlynnti því að fara í verkfallsaðgerðir og að kröfugerð Eflingar sé sanngjörn. Þetta kemur fram í könnun sem Gallup gerði meðal félagsmanna. Í tilkynningu frá Eflingu segir meðal annars “ Það er ekki síst erlendur hluti vinnuaflsins sem að fylkir sér bak við launakröfurnar en samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur stuðningur við kröfur og verkfallsaðgerðir auk væntinga um launahækkanir í kjölfar kjarasamninga tilhneigingu til að vera meiri meðal félaga af erlendum uppruna„,segir í tilkynningunni.
Þá segir í tilkynningunni að fjárhagsáhyggjur meðal félagsmanna hafi aukist umtalsvert eða um 16% á milli ára en í fyrra höfðu 47% félagsmanna miklar fjárhagsáhyggjur en í dag séu það 63% “ og segir í tilkynningunni að þetta séu hæstu tölur sem mælst hafi frá hruni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila