Tafir á þinglokum tilkomnar vegna þess að fjármálaáætlun er ekki tilbúin

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins.

Þær tafir sem orðið hafa á þingstörfum skrifast á ríkisstjórnina og hefur ekkert með Miðflokkinn að gera, heldur er ástæðan sú að ríkisstjórnin er ekki enn tilbúin með fjármálaáætlun. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. „það má segja að það hafi verið fjármálaóreiða í ríkisbókhaldinu, ég held að planið hjá þeim hafi verið að halda áfram þessari úgjaldastefnu sem þeir hafa verið með en svo kemur þetta bakslag“,segir Birgir. Hann bendir á að fjármálaáætlun sé aldrei breytt nema veruleg ástæða sé til og segir að fall Wow air sé aðeins lítill hluti af skýringunni. Þá segir hann það koma á óvart að báknið hafi þanist út í tíð Sjálfstæðisflokksins sem hafði lofað að draga saman í ríkisrekstri “ þeir voru með mikil slagorð um að koma bákninu burt en það hefur svo sannarlega ekki gerst heldur hefur bara verið aukið í ef eitthvað er„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila