Taka ekki þátt í flóttamannafundi Sameinuðu þjóðanna í Marokkó

Ítalir hafa dregið til baka þátttöku sína í fundarhöldum Sameinuðu þjóðanna sem fram fara í Marokkó þann 10.desember næstkomandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag. Upp hafa sprottið nokkrar umræður vegna fundarins en á honum stóð til að fulltrúar þátttökuríkja undirrituðu viljayfirlýsingu um að fela Sameinuðu þjóðunum vald til þess að ákveða kvóta flóttamanna þeirra ríkja sem myndu rita undir. Guðmundur segir að ákvörðun Ítalíu hafi verið tekin í ljósi þeirra sjónarmiða að til þess að rita undir slíka yfirlýsingu þurfi málið að vera rætt af hálfu ítalska þingsins áður en ákvörðun yrði tekin um að skrifa undir. Fleiri lönd hafa farið sömu leið og Ítalía og hafa einnig dregið þátttöku sína til baka á svipuðum forsendum. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila