Taka þarf á launamun og misskiptingu heildstætt

Ögmundur Jónasson og Styrmir Gunnarsson.

Best fer á því að tekið verði á launamun og misskiptingu í samfélaginu með heildstæðum hætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi ráðherra og formanns BSRB og Styrmis Gunnarssonar í þættinum Annað Ísland í dag en þeir voru gestir Gunnars Smára Egilssonar. Styrmir segir að ljóst hafi mátt vera í heil tvö ár að það stefndi í átök á vinnumarkaði “ það er alveg ljóst, og það varð ljóst með launahækkunum kjararáðs, en ég held að ríkisstjórnin hreinlega átti sig bara ekki á hvað er að fara að gerast hérna„. Ögmundur bendir á að það verði Vinstri græna að vera í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í skugga verkfallsátaka og muni reyna mjög á samstarfið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila