Talsverður erill hjá lögreglu vegna menningarnætur

Rétt um 120 mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Fæst málanna voru alvarlegs eðlis og voru flest útkallanna vegna drykkuóláta eða vegna einstaklinga sem voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Í nokkrum tilvikum var lögregla köllup til vegna líkamsárása og stympinga meðal manna og þá var tilkynnt um eitt mál þar sem grunur leikur á að einstaklingur hafi verið beittur heimilisofbeldi. Mikill mannfjöldi var saman kominn í miðborginni í nótt vegna menningarnætur og segir í tilkynningu frá lögreglunni að erill lögreglu hafi verið samkvæmt því en um tíu manns gistu fangageymslur lögreglu í nótt.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila