Teikn á lofti um óvissu í stjórnmálunum í Evrópu

Margt bendir til þess að ákveðinn óstöðugleiki sé til staðar í stjórnmálunum í Evrópu. Þetta kom fram í máli Gunnlaugs Snæs Ólafssonar stjórnmálafræðings í síðdegisútvarpinu í dag, en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnlaugur bendir á að þetta megi sjá á t,d niðurstöðum kosninganna í Hollandi og upplausninni í kringum forsetakosningarnar í Frakklandi vegna hneykslismála, einnig þróunar fylgis flokka í Þýskalandi og þá eru hneykslismál einnig að koma upp í Noregi “ svo er nefnilega sérkennilegt líka að forysta Sósíalistaflokksins í Noregi sem er nýkjörin eftir landsfund þar er öll tengd við spillingarmál, nýr formaður flokksins þurfti að segja af sér sem ráðherra og láta sig hverfa af braut, þannig það er mikið að gerast í stjórnmálunum og alveg ótrúlegt að fylgjast með þessum málum öllum koma upp„,segir Gunnlaugur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila