Tekur undir orð Bjarna Benediktssonar um annað fjármálahrun

Benedikt Jóhannesson fjármála og efnahagsráðherra.

Benedikt Jóhannesson fjármála og efnahagsráðherra telur mat Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að von sé á öðru efnahagshruni vera rétt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Benedikts í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Benedikt segir að búið sé að gera það sem hægt er til þess að hrun líkt því sem gerðist árið 2008 geti gerst aftur en ekki sé þrátt fyrir það hægt að útiloka annað hrun og líkur séu á að annað fjármálahrun verði ” ég held að það sé rétt hjá Bjarna að einhvern tíma verður annað hrun“,segir Benedikt.

 

 

 

 

Athugasemdir

athugasemdir