Telja að aukið aðgengi að áfengi muni fjölga gerendum ofbeldisbrota

afengiverslunHeimili og skóli landsamtök foreldra hafa sent frá sér ályktun þar stjórnvöld eru hvatt til þess að auka ekki aðgengi að áfengi eins og frumvarp sem er til umræðu á Alþingi gerir ráð fyrir. Í ályktuninni er meðal annars vísað til rannsókna sem samtökin segja að sýni fram á tengsl áfengisdrykkju og ofbeldishneigðar „ Fjölmargar rannsóknir sýna einnig tengsl áfengisneyslu við ofbeldi og sýna meðal annars að áfengisneysla er áhættuþáttur fyrir að verða gerandi ofbeldis og að tengslin séu það sterk að mikilvægt sé að draga úr aðgengi að áfengi og skaðlegri notkun áfengis sem hluta af ofbeldisforvörnum (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2006 og 2009).“. Þá benda samtökin á að ef aðgengi verði aukið muni það hafa í för með sér óhjákvæmlega aukin útgjöld fyrir samfélagið “ Aukið aðgengi eykur þann skaða sem áfengisneysla veldur ekki einungis þeim sem þess neyta heldur einnig þriðja aðila. Aukin neysla áfengis mun auka kostnað ríkisins í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu, félagslega kerfinu og löggæslu, svo fátt eitt sé nefnt.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila