Telja að hörð verkfallsátök séu framundan

Ragnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Á. Baldursson og Sólveig Anna Jónsdóttir.

Allar líkur eru því að hörð verkfallsátök séu framundan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR, Aðalsteins Á. Baldurssonar formanns Verkalýðsfélagsins Framsýnar á Húsavík og Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar í þættinum Vinnskúrnum í gær en þau voru gestir Gunnars Smára Egilssonar. Þau segja að sáttaboð SA sé ekki nægilegt til þess að afstýra verkfalli og þau telji ekki á vísann að róa hvað varðar aðkomu stjórnvalda „ því eru miklar líkur á að hér stefni í hörð verkfallsátök, átök á þeim mælikvarða sem ekki hefur sést áður hérlendis„,sögðu verkalýðsleiðtogarnir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila