Telja að skipulagsvald á strandsvæðum eigi að vera í höndum sveitarfélaga

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að skipulagsvald á strandsvæðum eigi alfarið að vera í höndum sveitarfélaganna, enda efli slíkt fyrirkomulag sjálfbæra samfélagsþróun strandbyggða, atvinnulíf og mannlíf strandbyggða almennt. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnarinnar vegna frumvarps til laga um skipulag haf og strandsvæða, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að skipulag haf og strandsvæða verði í höndum skipulagsstofnunar. Skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar leggst einnig  alfarið gegn frumvarpinu en í umsögn nefndarinnar segir að ef frumvarpið verði að lögum muni sveitarfélögin missa af tækifæri til valdeflingar og möguleika á þátttökulýðræði sem sé mikilvægur þáttur í að efla sveitarfélögin og virkja þátttöku íbúa til ákvarðanatöku.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila