Telja atvinnuhagsmuni tefja fyrir framför í umgengnismálum

Father and Daughter Playing Together at the Beach at Sunset. Happy Fun Smiling Lifestyle

Atvinnuhagsmunir sýslumanna, sálfræðinga og annara aðila sem koma að því að leysa úr umgengnisdeilum foreldra standa framförum í málaflokknum fyrir þrifum. Þetta var meðal þess sem fram kom á aðalfundi samtakanna Barnanna okkar sem fram fór í gær. Það var mat margra fundarmanna að ástandið í þessum málum væri graf alvarlegt og þörf væri á úrbótum strax, og setja viðurlög við umgengnistálmunum eins og tekin hafa verið upp víða í Evrópu. Þá kom fram hörð gagnrýni á fulltrúa sýslumanna sem sinna málaflokknum en eins og dæmi eru um hafa þeir sem þurft að leita til sýslumanna vegna slíkra mála orðið að bíða mánuðum saman eftir niðurstöðu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila