Telja kröfur um lóðrétt strikamerki draga úr samkeppni á drykkjarvörumarkaði

Neytendasamtökin hafa sent frá sér ályktun vegna breytinga á reglugerð um drykkjarumbúðir sem gera ráð fyrir að skylt verði að hafa strikamerki lóðrétt á öllum skilaskyldum umbúðum drykkjarvara. Í ályktuninni segir meðal annars að með breytingunni verði settar hömlur á innflutning á drykkjarvörum og dregið úr samkeppni þar sem smæð íslensk markaðar sé slík að langsótt sé að erlendir framleiðendur breyti umbúðum til þess að uppfylla skilyrðin. Samtökn telja að reglurnar komi niður fjárhagslega á neytendum “ því leiðir þetta skilyrði í reglugerðinni til kostnaðarauka fyrir innflytjendur og smásala, sem lendir á neytendum í formi hærra vöruverðs og takmarkar samkeppni.  Hér er um að ræða viðskiptahindrun á kostnað neytenda og því mótmælir stjórn Neytendasamtakanna og skorar á ráðherra að breyta reglugerðinni áður en hún tekur gildi.„segir í ályktuninni.

Athugasemdir

athugasemdir