Telja óhætt að neyta vatnsins á ný

Á fundi samstarfsnefndar um sóttvarnir sem haldinn var fyrir hádegi í dag kom fram að það væri mat sérfræðinga að neysla á vatni úr þeim vatnsbólum Reykvíkinga sem mælst hafa langt yfir viðmiðunarmörkum um gerlafjölda væri örugg. Þá kom fram að um einangrað frávik væri að ræða og að ekki væri lengur talin þörf á að sjóða vatn til neyslu. Í morgun stöðvuðu drykkjarvöruframleiðendurnir Ölgerðin og Vífilfell alla framleiðslu á drykkjarvöru tímabundið en hafa sett framleiðsluferlið í gang á ný. Engu að síður er ljóst að fyrirtækin hafa orðið fyrir talsverðu tjóni vegna málsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila