Telja persónuverndarfrumvarp ekki standast stjórnarskrá

Samtökin Heimssýn hafa sent frá sér ályktun vegna nýs persónuverndarfrumvarps sem nú liggur fyrir þinginu. Í ályktuninni segir meðal annars að samtökin telji frumvarpið ekki standast stjórnarskrá þar sem að í frumvarpinu felist valdaframsal til Evrópusambandsins. Í ályktuninni segir “Heimssýn lýsir áhyggjum af frumvarpi til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.   Frumvarpið felur í sér valdaframsal til Evrópusambandsins. Óljóst er hvaða afleiðingar það kann að hafa og draga má í efa að slíkt standist stjórnarskrá. Heimssýn hvetur Alþingi til að hafna frumvarpinu“.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila