Telja talsverða hættu á útbreiðslu fuglaflensu í löndum Evrópu

fuglaflensaVísindamenn telja verulega hættu á úbreiðslu fuglaflensu í Evrópuríkjum eftir að nokkur tilfelli fuglaflensu hafa greinst í Bretlandi frá áramótum. Sýni sem tekin voru úr alifuglum í Bretlandi hafa staðfest að fuglar sem grunur lék á að væru smitaðir af fuglaflensu væru smitaðir af veirunni H5NB sem er eitt þeirra afbrigða fuglaflensu sem er bráðsmitandi. Tugum þúsunda alifugla hefur verið slátrað í Bretlandi til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar þar í landi en talið er að veiran hafi smitast úr villtum fuglum sem hafa komist í snertingu við alifugla sem hafa haft aðgang að útisvæði. Komið hefur til tals að takmarka útiveru alifugla á þeim tíma sem farfuglar eru mest á ferðinni og minnka með þeim hætti möguleikan á nýsmitun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila