Telja þróun kjarnavopna í Norður Kóreu lengra komna en áður var talið

Sérfræðingar á sviði hernaðarmála telja að þróun kjarnorkuvopna í Norður Kóreu gangi mun hraðar fyrir sig en áður hefur verið talið. Enn er þó talið að landið búi ekki yfir flaugum sem geti náð alla leið til Bandaríkjanna. Gerð hefur verið áætlun þar sem fram kemur að ef til þess kæmi að slíkri flaug yrði skotið á Bandaríkin hefði Donald Trump forseti um það bil tíu mínutur til þess að bregðast við slíkri árás. Yfirvöld í Norður Kóreu hafa ítrekað látið þess getið að takmark þeirra sé að þróa eldflaug sem gæti náð alla leið til Bandaríkjanna og hafa ögrað bæði nágrönnum sínum og Bandaríkjunum með endurteknum tilraunum með flaugar sem oftar en ekki hafa endað í hafi eða ekki komist á loft.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila