Telja vogunarsjóði og aflandskrónueigendur vilja nýja ríkisstjórn

salurinnMikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja vogunarsjóði og aflandskrónueigendur vilja nýja ríkisstjórn. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni en eins og kunnugt er hafa vogunarsjóðir og aflandskrónueigendur lýst því yfir að þeir séu bjartsýnir á að ný ríkisstjórn sýni þeirra málum skilning. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Telur þú að vogunarsjóðir og aflandskrónueigendur vilji nýja ríkisstjórn?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já 74,58%
Nei 22,26%
Hlutlaus 3,15%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila