Telur að almenningur muni gleyma Klaustursmálinu fljótlega

Jens Guð bloggari.

Reynslan hefur sýnt að mál eins og Klaustursmálið muni gleymast fljótlega og fyrir næstu kosningar verði það nánast endanlega gleymt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jens Guð bloggara í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jens segir að þegar mál eins og Klaustursmálið komi upp skipta fyrstu viðbrögð þeirra sem í hlut eiga miklu máli um framvindu málsins „ það versta sem maður gerir í slíkri stöðu er að skjóta sendiboðan, til dæmis eins og í þessu tilfelli þann sem tók upp samtalið„,segir Jens. Þá segir Jens að auðmýkt skipti gríðarlegu máli “ það þarf að biðjast auðmjúklega afsökunar, viðurkenna mistök sín og ræða við þá fjölmiðla sem vilja ræða um málið við þá sem í hlut eiga, þannig kemur það betur út fyrir ímynd viðkomandi„,segir Jens. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila