Telur að kanna þurfi hvernig gæðakröfum um efnisinnihald flugelda sé háttað

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Það er full ástæða til þess að kanna hvernig eftirliti með gæðakröfum um efnisinnihald flugelda sé háttað. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að nú þegar séu efasemdir uppi um hvernig slíku gæðaeftirliti sé háttað, enda hafi mengun völdum flugelda mikil áhrif á þá sem eiga við öndunarfærasjúkdóma að stríða, auk þess sem þetta hafi slæm áhrif á skepnur “að ég ekki tali nú um dýr sem verða alveg viti sínu fjær af hræðslu“,segir Ólafur.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila