Telur að syni sínum hafi verið ráðinn bani en fær engin svör hjá lögreglu

Kristín Guðmundsdóttir.

Kristín Guðmundsdóttir móðir manns sem fannst látinn í Fossvogsdal þann 12.desember telur að sonur hennar hafi verið myrtur af aðilum tengdum fíkniefnaheiminum. Kristín sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að sonur hennar, Þorvaldur sem um árabil hafði barist við fíknina hafi dagana á undan fengið hótanir, og að áverkar á líki hans bendi til þess að hann hafi lent í átökum. Kristín sem ók syni sínum að heimili vinkonu hans sólarhring áður en hann fannst látinn, en hann hafi ætlað að kveðja vinkonu sína áður en hann færi í fyrirhugaða utanlandsferð daginn eftir. Kristín segir að hann hefði hins vegar aldrei skilað sér heim til vinkonunnar og hafi fundist látinn 16 klukkustundum seinna “ þessir áverkar voru ekki á honum þegar ég ók honum og ég er með það á hreinu að hann var myrtur„,segir Kristín.

Mjög ósátt við vinnubrögð lögreglu

Kristín segir að lögreglumaður sem tilkynnti henni andlát sonar hennar hafi greint henni frá að hann hafi líkega skollið á hnakkann, en það samræmist hins vegar ekki þeim áverkum sem sonur hennar bar “ hann var með mar í andliti og svo þegar ég kom við hann fann ég að hann var viðbeinsbrotinn, dóttir mín fann svo að hann væri einnig nefbrotinn„. Þá segir Kristín að hún sé verulega ósátt við að engin rannsókn hafi farið fram á hvernig andlát sonar hennar bar að „ég er búin að senda skilaboð ítrekað á lögreglumanninn og ég fæ engin viðbrögð, það hefur enginn talað við okkur eða neitt„. Þá bendir Kristín á að bróður Þorvaldar hafi einnig verið hótað í kjölfar andláts Þorvaldar. Kristín segir að málinu sé langt í frá lokið af sinni hálfu „ég fer með þetta alla leið,fólk sem farið hefur út af sporinu á líka sín mannréttindi„.Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila