Telur almenning í Tyrklandi ekki sætta sig við félagslegt helsi ofstækismanna til framtíðar

guðmundur kjartanssGuðmundur Kjartansson hagfræðingur segir að þrátt fyrir þá atburði sem orðið hafa í Tyrklandi á undanförnum vikum muni almenningur ekki sætta sig við félagslegt helsi af hálfu trúarstofnanna og ofstækismanna í landinu til framtíðar. Guðmundur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að útspil Erdogans eftir valdaránstilraunina beri keim af því að hann reyni að friðþægja ofstækishópa „ þetta lítur út í augnablikinu eins og hann vilji friðþægja ofstækistrúarelíturnar og sellurnar í Tyrklandi til þess að kaupa sér frið og væntanlega gera svo aðrar ráðstafanir í framhaldinu„,segir Guðmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila