Telur andstöðu við ákvörðun Trump hafa lítil áhrif

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Andstaða ríkja og þjóðarleiðtoga við þá ákvörðun Donald Trump um að rifta kjarnorkusamningnum við Íran mun ekki hafa nein áhrif á Bandaríkjamenn. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við hann í dag. Guðmundur segir að hann telji að ákvörðun Trump hafi verið hárrétta og gagrýni ríkja vegna hennar hafi lítið upp á sig ” peningarnir tala, Bandaríkin eru með stærsta hagkerfið sem nær víða um heim, það þýðir ekkert fyrir menn að snúa upp á sig og rífa kjaft“,segir Guðmundur. Guðmundur ræddi einnig um borgarmálin og efnahagsmálin hér innanlands í þættinum en hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila