Telur best að klára Landspítala og fara að huga að nýju sjúkrahúsi samhliða

Þorkell Sigurlaugsson viðskiptafræðingur og áhugamaður um borgarmálin.

Best væri að klára það verkefni að byggja nýjan Landspítala og samhliða fara að huga að staðsetningu fyrir nýtt sjúkrahús. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þorkels Sigurlaugssonar viðskiptafræðings og áhugamanns um málefni borgarinnar en Arnþrúður Karlsdóttir ræddi við hann í dag. Þorkell bendir á að ef hætt yrði við að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut myndi það valda ákveðinni óvissu í að minnsta kosti í 1-2 ár, “ þegar það er búið að byggja á nýjum stað þarf að þjálfa upp starfsfólk, það er mannekla nú þegar hér og svo framvegis, með því að hafa áfram Landspítala við Hringbraut gengur slíkt ferli mun betur„. Þá leggur á Þorkell áherslu á að huga þurfi til lengri framtíðar en gert sé í dag “ við eigum auðvitað að hafa í huga hvernig við viljum hafa borgina okkar eftir 70 ár eða jafnvel 100 ár„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila