Telur eina mestu hættuna stafa af þeim sem taka skyndiákvörðun um hryðjuverk

Haukur Hauksson fréttamaður.

Það er hárrétt mat hjá finnum að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu til þess að geta brugðist skjótt við ef til óhæfuverka kæmi. Þetta er mat Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu um þá ákvörðun finnska yfirvalda um hækkað viðbúnaðarstig. Haukur sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu segir að þeir einstaklingar sem taka ákvörðun á einu augnabliki að fremja hryðjuverk gætu reynst hættulegastir og því sé það viturlegt hjá finnum að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum “ þeir hafa vit á því, það eru mjög margir innflytjendur í Finnlandi og kannski um 1% af þeim gætu verið menn sem taækju svona ákvörðun og eins og ég sagði áðan þá gæti þetta allt eins verið einstaklingur 15-16 ára sem telur sig hafa verið móðgaðan, hefur ekki vinnu, vill fremja hetjudáð og getur tekið þá ákvörðun á sekúndubroti, hann er kannski að ganga framhjá einhverjum flutningabíl sem verið er að afferma og tekur þá ákvörðun að taka bílinn og keyra honum inn í mannþröng„,segir Haukur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila