Telur hættu á að tjáningarfrelsi verði skert í framtíðinni

Stefán Karlsson stjórnmálafræðingur og guðfræðingur.

Stefán Karlsson stjórnmálafræðingur og guðfræðingur segist óttast að í framtíðinni megi menn búast við að búa við skert tjáningarfrelsi. Þetta kom fram í máli Stefáns í síðdegisútvarpinu í dag. Stefán segir margt benda til þess að þróun á þann veg sé þegar að eiga sér stað “ ef það eru einhverjir valdaaðilar sem að ákveða um hvað má fjalla og hvernig má fjalla um það þá er það auðvitað ekkert annað en skert tjáningarfrelsi, af hverju mæta menn ekki umræðunni frekar með einhverjum rökum?, menn eru bara stimplaðir rasistar sem fara með hatursorðræðu„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila