Telur íslendinga eiga að fara í fríverslunarsamstarf við Bandaríkin

Guðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri, veitingamaður og viðskiptafræðingur.

Íslendingar ættu að semja við Bandaríkin um fríverslunarstarf á svipuðum forsendum og gert var við Kína. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar hótelstjóra, veitingamanns og viðskiptafræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að mest af skuldum íslands sé í dollurum, auk þess sem dollar er mikið notaður af íslandi í erlendum viðskiptum“ dollarinn er langstærsta viðskiptamyntin í íslenska hagkerfinu og miklu stærri í raun en opinberar tölur gefi til kynna, vegna þess að allt álið sem fer til Rotterdam er skráð í evrum þó það sé auðvitað selt í dollurum, en öll hrávara er seld  í dollurum, þannig að ef Trump sýnist svo þá endilega ættum við að gera slíkan samning„,segir Guðmundur.

Athugasemdir

athugasemdir