Telur lestarhugmyndir borgarstjóra vera kosningabrellu

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir hugmyndir um léttlest í umræðunni um borgarlínu vera kosningabrellu ætlaða til þess að veiða atkvæði. Marta sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að undirbúningur borgarlínunnar léttlestavæðingu sé komin langt á veg án nokkurs samráðs við þá sem ættu að koma að málum “ þetta kemur okkur borgarfulltrúum í opna skjöldu, við fáum að sjá og vita af þessari borgarlínu þegar að vinnan við þetta er töluvert langt komin, hún snýst þessi borgarlínu um tvö atriði, annars vegar léttlest og hins vegar einhvers konar hraðvagnakerfi , lestarkerfið kostar 150 milljarða en vagnakerfið 50 milljarða, og maður veltir því þá fyrir sér hvort það eigi þá að slá öllum samgöngubótum á frest á meðan það er verið að vinna að þessari borgarlínu, mér finnst það ekki ganga upp, það er svolítið komið aftan að borgarbúum eina ferðina enn, ég vil meina að þetta sé kosningatrix, það á að setja þetta í einhverjar fallegar umbúðir, þetta er nokkurs konar sjónhverfing„,segir Marta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila