Telur marga kosti við að reisa nýjan spítala við Stekkjarbakka

Óskar Bergsson fasteignasali og fyrrverandi borgarfulltrúi.

Margir kostir væru við það ef nýr spítali myndi verða reistur við Stekkjarbakka við Elliðaárdal. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Óskars Bergssonar fasteignasala og fyrrverandi borgarfulltrúa í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Óskar bendir á að á þeim stað sé nægt byggingarrými og hann hefði góð áhrif á atvinnustig í í að minnsta kosti tveimur af þremur stærstu hverfum borgarinnar „ ef spítalinn yrði byggður þar þá er raunverulega búið að breyta grunni þessara þriggja stóru úthverfa, sérstaklega tveggja, Breiðholts og Árbæjar, þá ertu kominn með gríðarstóran vinnustað nánast heim í hlað í þessum hverfum, og það er arkitektastofa sem hefur verið að kynna þessar hugmyndir og það er svolítið merkilegt að þær hafi ekki fengið meiri hljómgrunn„,segir Óskar.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila