Telur matvælaframleiðslu verða eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna á þessari öld

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir matvælaframleiðslu verða eitt af stóru viðfangsefnum stjórnmálanna á þessari öld. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðu Katrínar á Matvæladegi Matvæla og næringarfélags Íslands sem haldið var í vikunni sem leið. Katrín sagði að meðal þess sem þyrfti að leggja áherslu á væri að uppfræða börn um matvælaframleiðslu og kynna fyrir þeim hvaðan matvæli koma og hvernig framleiðsluferli væri háttað, auk þess sem móta þyrfti framtíðarsýn matvælalandsins Íslands „þarna þurfum við að vinna þvert á ráðuneyti og stofnanir og setja okkur stefnu þannig að við byggjum hér upp matvælaframleiðslu, tryggjum matvæla- og fæðuöryggi, drögum úr matarsóun, berjumst gegn loftslagsbreytingum, eflum lýðheilsu og aukum nýsköpun og þróun á sviði matvælaframleiðslu.“ sagði Katrín.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila