Telur ríkisstjórnina fjársvelta málaflokka meðvitað til þess að þvinga fram einkavæðingu

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Mögulegt er að sitjandi ríkisstjórn sé að greiða skuldir ríkissins of hratt niður, með þeim afleiðingum að það bitni á uppbyggingu innviða samfélagsins og í þeim tilgangi að þvinga fram einkavæðingu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Inga Jóhanssonar þingmanni Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigurður velti þeirri spurningu upp í þættinum hvort þessari aðferð væri með ráðum beitt í þeim tilgangi að þvinga fram einkavæðingu á ýmsum sviðum “ ég held að þetta sé eitt af þeim stefnumálum ríkisstjórnarinnar sem þeir hafa ekki skrifað mikið um, tala ekki mikið um en séu að framkvæma„,segir Sigurður.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila