Telur skynsamlegt að setja upp sjálfstætt ráðuneyti ferðamála

sigurduringiSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir koma til greina að setja á fót sjálfstætt ráðuneyti ferðamála. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar ásamt Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Sigurður bendir á að ferðamannaiðnaðurinn hafi stækkað ört á undanförnum árum og því heppilegra að hafa sér ráðuneyti um málaflokkinn “ þetta er ekki eitthvað sem mér datt í hug, ég átti ágætis fund með sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins sem er maltverji og hann sagði mér að þegar ferðamannaiðnaðurinn á Möltu var að byrja að blómstra hefðu þeir gert þau mistök að setja hann undir iðnaðar og viðskiptaráðuneyti en nokkrum árum síðar hefðu þeir áttað sig á því að þetta væri svo mikilvæg atvinnugrein að þeir komu á fót ráðuneyti um þennan málaflokk og ég hef velt því fyrir mér hvort það sé ekki skynsamlegt„,segir Sigurður.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila