Telur tillögur um tilfærslu giftingarathafna hafa íþyngjandi áhrif verði þær samþykktar

geirwaage16febSéra Geir Waage sóknarprestur í Reykholti segir að tillögur þess efnis að færa giftingarathafnir alfarið frá prestum vera rökrétt framhald af þeim breytingum að heimilt sé að gefa saman samkynhneigða, því þegar þær breytingar voru gerðar þýddi það að giftingar sem löggerningur voru alfarið færðar til sýslunnar manna en prestar hafi einungis haft eftir það heimild til að veita kirkjulega blessun. Hann segir að afleiðingar verði íþyngjandi fyrir þá sem kjósa að láta gefa sig saman “ það mun þýða langar ferðir fyrir þá sem búa út á landi þar sem sýslumannsembættum fer sífækkandi og hvað segja Vinstri grænir um kolefnissporið sem því fylgir?“ spyr Geir.

Athugasemdir

athugasemdir