Það getur skipt sköpun að þekkja einkenni heilablóðfalls

Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla.

Það er mjög mikilvægt að þekkja einkenni heilablóðfalls og getur skipt sköpun hvort hægt sé að bjarga lífi þess sem fær slík einkenni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þóris Steingrímssonar formanns Heilaheilla í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Þórir bendir á að til dæmis sé hægt að setja upp sérstakt app í snjallsímann sem telji upp þau einkenni sem ber að hafa í huga þegar fólki grunar að það sé að fá heilablóðfall og þegar niðurstaðan gefi skýr merki um slag geti viðkomandi smellt á neyðarlínuhnapp sem hringir á sjúkrabíl og staðsetur notanda appsins með mikilli nákvæmni. Hægt er að hlusta á þáttinn og fræðast nánar um einkenni heilablóðfalls í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila