„Það má ekkert segja því þá er allt komið upp í loft“

jjJón Jónsson fyrrverandi verkalýðsleiðtogi á Akranesi sem lenti í þeirri reynslu á dögunum að ráðist var að honum á mótmælum á Austurvelli og mótmælaspjald hrifsað af honum segir að honum finnist skelfilegt til þess að hugsa að fólk kjósi að leysa ágreiningsmál með ofbeldi. Jón sem var viðmælandi Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í vikunni segir að hann verði var við ákveðna tilhneigingu til ofbeldis hjá yngra fólki „ mér finnst þetta bara alveg skelfilegt hvernig yngra fólk er farið að hugsa, það er bara farið að ganga fyrir þeirri hugsun að allt eigi að ganga fram með ofbeldi, það má ekkert fera í friði, það er valtað bæði andlega og líkamlega yfir einstaklinga sem eru bara að tjá sig, það má ekkert segja, þá er allt komið upp í loft„,segir Jón.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila