Það sem ekki fylgdi sögunni

Greta Thunberg var sögð hafa haldið þrumuræðu yfir leiðtogum sem reyndust svo ekki hafa verið á staðnum.

RÚV, vísir.is og fleiri miðlar sögðu á dögunum frá 15 ára sænskri stúlku, Gretu Thunberg sem „skrópaði í skólanum fyrir náttúruna“ og hefði „slegið í gegn“ á loftslagsráðstefnu í Póllandi. Var fullyrt að hún hafi látið fulltrúa ríkja heims „heyra það“ á ráðstefnunni.

Það sem ekki var sagt frá, var að Greta Thunberg ávarpaði ráðstefnuna kl 23.00 að kvöldi eftir að flestir voru fyrir löngu farnir heim. Sást það í nærmynd þegar einni sjónvarpsvél var snúið við, að fundarsalurinn var tómur. Í Svíþjóð spunnust getgátur á samfélagsmiðlum um á hvaða tíma sólarhrings hún hafi talað en sænska sjónvarpið upplýsti um þennan síðbúna ræðutíma strax fyrir miðnætti.
Róttækur umhverfissinni, Bo Thorén, meðlimur í Extinction Rebellion hringdi í Gretu og fékk hana til að skrópa í skólanum. Móðir Gretu er mikill umhverfissinni og hafði meðal annars skrifað bók sem var auglýst samtímis. Hún segir tekjur bókarinnar renna til umhverfissamtaka.

Greta Thunberg er sögð hafa haft mikil áhrif á leiðtoga heimsins með ávarpi sem hún flutti fyrir tómum sal.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila