„Það verður engin sátt fyrr en þeim sem misstu allt verður hjálpað“

Páll Böðvar Valgeirsson fisktæknir og tónlistarmaður.

Það verður engin sátt í samfélaginu fyrr en eitthvað verður gert fyrir þá sem misstu allt sitt í hruninu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Böðvars Valgeirssonar fisktæknis og tónlistarmanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Páll er einn þeirra fjölmörgu sem missi hús sitt á nauðungaruppboði í kjölfar hrunsins og reyndi eftir fremsta megni að borga af húsinu sínu þar til að ljóst var að staðan væri orðin vonlaus ” það kom að því að ég gat hreinlega ekki meira, þetta var alveg vonlaust“. Svo fór að húsið var boðið upp og selt á brunaútsölu ” þeir hafa sennilega grætt 10 milljónir á þessu“. Páll segir að sú sátt sem stjórnmálamenn tali um í sífellu verði aldrei að veruleika fyrr en eitthvað verði gert fyrir þá sem misstu allt sitt ” það er til dæmis hægt að taka fólk af vanskilalista Creditinfo, þar sem fólki er haldið hreinlega í gíslingu svo það get keypt sér húsnæði“,segir Páll. Hlusta má á afar áhugavert viðtal við Pál um raunir hans og reynslu af kerfinu í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila