Þeir ætluðu að fremja hryðjuverk í Stokkhólmi

David Idrisson, Bakhtiyor Umarov og Atabek Abdullaev.

David Idrisson 46 ára, Bakhtiyor Umarov 30 ára báðir frá Uzbekistan og Atabek Abdullaev 39 ára frá Kirgiztan eru ákærðir fyrir undirbúning hryðjuverks og fjármögnun glæpastarfs með sendingu fjár til Íslamska ríkisins. Þrír aðrir menn frá Uzbekistan hafa einnig verið handteknir fyrir undirbúning við hryðjuverk í Stokkhólmi.

Sænska leynilögreglan SÄPO fylgdist með þeim um nokkurt skeið áður en slegið var til og mennirnir handteknir.

Mennirnir höfðu undirbúið hryðjuverkaárás gegn Svíþjóð í meira en eitt ár, þegar þeir voru handteknir fyrr í ár í Akalla í Stokkhólmi og í Strömstad. Þeir höfðu keypt hundruðum kílóa efna til sprengju- og eiturgasframleiðslu en samskonar efni hafa verið notuð við fleiri hryðjuverk í Evrópu. Þeir lögðu einnig upp myndir af árásarmörkum í Stokkhólmi s.s. járnbrautarstöðinni, Mall of Scandinavia og vegamótunum Kungsgata-Sveavägen. Einnig lögðu þeir upp mynd af barni með fingurinn í loftið sem er þekkt tákn fyrir Íslamska ríkið.  Mennirnir neita allir að þeir hafi verið að undirbúa hryðjuverk. Smelltu hér til þess að sjá umfjöllun TV-4 um málið.

Mikið annríki er jafnan á járnbrautarstöðinni í Stokkhólmi sem er miðpunktur járnbrauta og neðanjarðarlestakerfisins.

Efni sem hryðjuverkamennirnir ætluðu að nota til sprengjugerðar og eiturgasframleiðslu sem nota átti við hryðjuverk í Stokkhólmi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila