Þeir sem tala hæst hér á landi um loftslagsvá ekki samkvæmir sjálfum sér

Guðbjörn Guðbjörnsson.

Þeir sem tala hvað hæst um loftslagsvá hér á landi eru hreint ekki samkvæmir sjálfum sér. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðbjörns Guðbjörnssonar stjórnsýslufræðings og óperusöngvara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Guðbjörn bendir á að komið hafi í ljós að margir þeirra stjórnmálamanna sem viðrað hafi áhyggjur sínar af loftslagsmálunum ferðist úr hófi fram með flugvélum, sem sagðar eru einn stærsti þátturinn í losun koltvísýrings “ Greta Thunberg má eiga það að hún ferðast ekki með flugvélum vegna þessa en stjórnmálamenn hér sem hafa áhyggjur af loftslagsmálunum ferðast daginn út og inn með flugi, það má alveg segja að þetta sé hrein hræsni„,segir Guðbjörn. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila