Þétt dagskrá í miðborg Reykjavíkur um verslunarmannahelgina

Höfuðborgarbúar sem ekki ætla að leggja í ferðalög út á land um verslunarmannahelgina þurfa ekki að láta sér leiðast því í miðborginni verður þétt dagskrá að vanda á hátíðinni Innipúkanum. Hátíðin Innipúkin er eins og nafnið gefur til kynna haldin að mestu innandyra víða um miðborgina og ættu flestir að finna dagskrá við sitt hæfi. Meðal þeirra listamanna sem leggja hátíðinni lið eru Joey Christ, Sigga Beinteins, XXX Rottweiler, Amabadama, Daði Freyr, Dimma, FM Belfast, Sóley, Sturla Atlas og Vök auk fjölda annara góðra listamanna. Flest dagskráratriðin fara fram á Húrra og Gauknum auk þess sem götuhátíð verður haldin í Naustinu.  Miða á hátíðina má nálgast á miðasöluvefnum Tix.

Athugasemdir

athugasemdir