Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun ekki runna undan rifjum Vinstri grænna

Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki bera mikil merki þess að Vinstri grænir hafi komið að gerð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þingflokki Samfylkingarinnar. Bendir þingflokkurinn á að í áætluninni birtist helst hægri stefna sem miðað sé að því að tekjuháum og fjármagnseigendum sé hampað á kostnað lágtekju og millitekjuhópa. Þá segir einnig í tilkynningunni ” Boðuð skattabreyting á neðra skattþrepi skilar tekjulágum þrefalt minna en þeim tekjuhæstu. Þá eru hugmyndir um að verja fjármagnseigendur, einn hópa gegn áhrifum verðbólgu þegar kemur að fjármagnstekjuskattinum og lækka á sérstaklega bankaskattinn. Barnabætur og vaxtabætur haldast algjörlega óbreyttar – næstu fimm árin. Það er ólíðandi og þvert á loforð forsætisráðherra. Menntasóknin sem var lofað er ekki sjáanleg. Raunhækkun til framhaldsskólanna er lítil sem engin,  framlög til háskólanna svara ekki þörfum og ljóst að meðaltali Norðurlanda verður ekki náð á þessu  kjörtímabili. Þetta bætist við nýjar úthlutunarreglur LÍN sem stúdentar hafa lýst vonbrigðum sínum yfir síðustu daga. Þar stendur frítekjumark í stað og framfærsla hækkar óverulega. Húsnæðisstuðningur minnkar töluvert en gert er ráð fyrir helmingi lægri fjárhæð til byggingu leiguíbúða á næstu árum. Á sama tíma hefur þörfin sjaldan verið brýnni“.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila