Þjóðfylkingin býður fram í borginni

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður flokksins mun skipa efsta sæti listans, Hjördís Bech Ásgeirsdóttir félagsliði skipar annað sæti listans og Jens G. Jensson skipstjóri skipar þriðja sætið.

Íslenska þjóðfylkingin tilkynnti í gær að flokkurinn muni bjóða fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Framboðið var kynnt á blaðamannafundi en þar voru jafnfram kynntir efstu frambjóðendur flokksins auk þeirra stefnumála sem flokkurinn leggur áherslu á. Guðmundur Karl Þorleifsson formaður flokksins mun skipa efsta sæti listans, Hjördís Bech Ásgeirsdóttir félagsliði skipar annað sæti listans og Jens G. Jensson skipstjóri skipar þriðja sætið. Flokkurinn mun setja velferðar og umhverfismál á oddinn en flokkurinnn stefnir meðal annars að því að gera Reykjavík að fjölskylduvænni borg, búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld, auk þess sem húsnæðismálin eru ofarlega í huga frambjóðenda sem vilja endurvekja verkamannabústaðakerfið. Þá vill flokkurinn framkvæma átak í hreinsun borgarinnar í því skyni að minnka svifrik. Flokkurinn hafnar borgarlínunni og leggur áherslu á að fjármunir verði nýttir til þess að byggja mislæg gatnamót til þess að draga úr mengun.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila